Og afram heldur thad
Gaman gaman, vid erum her i horkustudi i Chengdu. Thad skemmtilega er er ad vid aetludum ekkert ad fara hingad heldur var thad fyrir tilviljun. En byrjum fra stadnum sem eg haetti...
Fyrsta borgin i Kina var otruleg, hef aldrei heyrt um thessa borg (einhver heyrt um Naning?) og thad bjuggu 1.3 milljonir manns tharna og allt sem nutimamadurinn tharf ad halda (McDonalds, KFC, Gucci, Playboy o.s.frv.) nema tha ad thad voru engar myndir i bio med ensku tali... nema National Treasure. Their sem hafa verid i Kina adur (Hilmar og Bryndis) tha get eg sagt ykkur ad thetta er ekkert likt thvi sem thid upplifdud. Vid fundum ekki bara einn ATM heldur frekar eitthvad um 10. Thad eru ATM alls stadar i thessu landi. Vid eyddum stuttum tima i Naning thar sem ekkert var ad sja thar nema tha thad sem nutimamadurinn tharf (sja ad ofan). Thad ma lika geta thess ad a milli thess sem vid brudlum a Makkaranum tha forum vid odru hvoru a kinverska stadi og maturinn thar er bara mjog godur. Vid thrir erum bunir ad labba sattir ut af ollum stodunum saddir og sattir skrifandi nidur i minnisblokkina hans Ola hvernig their eru skrifadir a kinversku svo vid getum bedid um tha aftur.
Naesti stadur var svo Guilin. I bokinni stod ad thetta vaeri turistastadur og vid bjuggum okkur undir ad hverfa inn i svaedi sem baud upp a vestraenan mat a hverju horni og leigubilar oskrudu a okkur a ensku. Thegar vid komum i baeinn hittum vid einn mann sem kom strax upp ad okkur og spurdi hvort vid thyrftum gististad. Hann baud upp a stad sem var undir ollu thvi verdi sem vid bjuggumst vid og thess vegna eltum vid hann. Thegar a stadinn kom var okkur ljost ad thessi madur var sa eini sem taladi ensku i allri borginni. Enginn reyndi eda vildi tala vid okkur. A hotelinu taladi engin ensku heldur. Eg tok fram frasabokina aftur. Naunginn sem tok okkur til hotelsins var hinn yndaelasti og spurdi hvadan vid komum. Eg sagdi ad eg vaeri fra Islandi. Hann leit a mig i sma stund, sagdi "Bing Dong" (eitthvad likt sem thydir Island a kinversku) og sagdi ad ekki margir fra Islandi kaemu til Guilin, svona einn a ari. Eg stardi dalitid lengur a hann... thegar eg var farinn ad gapa og kinverjarnir byrjadir ad taka mynd af mer tha drog Oli mig af stad. Hotelid var hid finasta og odyrt. Guilin var lika hin yndaelasta, roleg, hrein og skemmtileg, litid af turistum og bara frabaer i alla stadi. Vid fundum sidan frabaeran mida fra borginni sem var svipad dyr og lestin og tok 10 timum minna ad fara somu vegalengd (adeins 20 timar tha). Vid forum fra borginni med soknud i hjarta...
Thegar vid attum ad fara fra borginni forum vid med allt draslid okkar lengst i burtu. Vid gengum thangad thvi thad var bara svona tvofold leidin til straetostodvarinnar. Thad hafdi tekid 10 minutur eda svo thegar vid komum og vid gatum vel imyndad okkur ad spara sma pening med thvi ad labba thennan stutta spol. Eftir half tima gongu hentum vid farangrinum af okkur, svitadroparnir perlandi af enninu og alveg tilbunir ad fara inn i rutu og slappa af. Konan sem hafdi selt okkur midana sagdi okkur tha ad vid thyrftum ad labba a straetostoppistodina til ad taka rutuna. Eg bolvadi hana i hljodi, hyfdi upp hafurstaskid og strunsadi af stad. Thegar vid komum svo ad stodinni datt eg nidur, daud uppgefinn. Vid bidum i stundarkorn og litum i kringum okkur. Thar voru rutur sem voru med serstakt svefnplass uppi a efri haedinni og sjonvarpsskjar. Tha kom rutan okkar i ljos. Hun var full af kinverskum turistum med drasl sem kom lengst ut a golf. Thad voru saeti i henni en thad var alltaf eitthvad sem var ad. Saetid mitt gat ekki hallad aftur og thvi var eg alltaf kraminn af theim sem var fyrir framan mig sem halladi ser thaegilega afturabak og tok thvi helminginn af minu svaedi. Eg bolvadi konunni aftur. Oli og Jan fengu saeti sem voru brennheit eftir stutta keyrslu thvi ad saetin voru ofan a velinni. Eftir klukkutima akstur kom lika i ljos ad loftkaelingin virkadi ekki alltaf. Um nottina tokst engum ad sofa lengur en 4 tima. Vid voknudum hressir og katir(!) naesta morgun og stoppudum a stad thar sem haegt var ad fa mat. Vid fengum okkur eitthvad ad eta og logdum svo af stad. Rutan var byrjud ad hegda ser einkennilega, vid keyrdum ekki lengur en 2 tima i senn og tha var stoppad. Their voru alltaf ad sprauta vatni yfir dekkin og baeta vatni a. Eftir 25 tima ferd kom i ljos ad their hofdu farid framhja stoppistodinni okkar og voru a leid til endastoppistodvarinnar. Oli tok fram bokina tha og for ad stutera hvad haegt var ad gera i Chengdu. Stuttu eftir ad vid hofdum fattad hvert vid stefndum gafst rutan upp algjorlega. Eg blotadi konunni sem hafdi selt okkur thennan mida i sand og osku. Vid bidum einn tima til vidbotar og tha kom onnur ruta til bjargar. Vid tokum foggur okkar en rett thegar eg var ad stiga ut ur rutunni kom Oli til baka og henti foggunum aftur nidur. Kom i ljos ad rutan tok bara nokkra menn upp i og thar a medal vorum vid ekki. 3 timum seinna komu their rutunni i gang. Vid hropudum hurra og logdum a stad. 30 timum fra upphafi ferdarinnar komumst vid svo til borgar sem vid aetludum ekki einu sinni ad fara til. Hungradir og pirradir stigum vid ut og vid vorum slik sjon ad sja ad allir leigubilaokumennirnir letu okkur i fridi. Sa sem vid voldum a endanum tok okkur meira ad segja beint a stadinn, engnir utidurar! Vid urrudum a okumanninn, tokum foggurnar og forum a fund hoteleigandans. Vid fengum herbergi og vid drifum okkur upp i rum eftir ad hafa fengid okkur ad borda.
Klukkan 4 naesta dag voknudum vid og nuddudum styrurnar ur augunum. Vid pontudum ferd naesta dag til staerstu buddastyttu i heimi (eitthvad sem Oli fann ut thegar rutan var bilud) og bidum spenntir eftir ad komast thangad. Af einhverri skringilegri astaedu gerdum vid ekki meira thennan daginn, thid getid giskad af hverju.
Vid forum og saum thennan risabudda i dag og ja, hann er stor. Eyrad er 7 metrar og storatainn er 8.5. Adur fyrr notudu buddamunkarnir noglina a tanni sem bord. Nuna erum vid hressir og katir og skrifandi um hvad hefur gerst, hvad segid thid annars?
P.S. vid getum ekki litid a siduna okkar her i Kina (bara skrifad) svo ad ef thid hafid eitthvad ad segja tha verdid thid bara ad senda okkur emil. Eg byst vid ad thid hafid emilinn hja okkur, sendid!