ferdalag

Monday, April 18, 2005

Strax komnir til Kina

Algjor snilld herna, vid getum ekki einu sinni sed okkar eigin sidu! Hins vegar getum vid skrifad a hana, frekar skrytid. Vid erum nuna maettir gallvaskir til Kina, forum i gegnum landamaerin a milli Vietnams og Kina. Hins vegar a eg eftir ad segja sma fra thvi hvad gerdist seinustu dagana i Hanoi.
Vid tokum okkur til og skodudum nokkra skemmtilega stadi i borginni til ad byrja med. Vid saum thessa skemmtilegu verslunargotur sem serhaefdu sig i ollu og eg meina ollu! Ein gatan var med Fot, onnur adeins med sko, enn onnur med turistafyrirtaeki og svo ein med handklaedi svo eitthvad se nefnt. Naest forum vid til Perfume Pagoda eins og thad kallast en thad er talinn einn af mikilvaegari truarstodum Vietnams. Vid heldum af stad med hop af odrum turistum, fullir eftirvaentingar. Vid tokum bat ad stadnum og thar sagdi leidsogumadurinn okkur ymsa skemmtilega hluti sem eg a omogulegt med ad muna nuna, mjog fraedandi sem sagt. Thegar vid komum svo loks ad leidarenda forum vid af stad upp a vid. Thetta var snemma um morgun, enntha raki i loftinu og vegurinn frekar sleipur. Alls stadar voru gongustafir seldir. Vid hlogum ad thvi, vorum bunir ad fara i trekking alls stadar og med Easy Rider (Easy rider/Crazy Trekker finnst mer ad their aettu ad heita). Vid forum af stad. Eftir ad vid vorum bunir ad renna um i svona eina klst. vorum vid byrjadir ad sja kosti thess ad kaupa stafina. Vid hins vegar vildum ekki vidurkenna thad og skautudum afram. Thegar vid hofdum labbad i dagoda stund kom lika i ljos ad einhvers stadar fyrir aftan okkur voru hinir ferdalangarnir... einnig leidsogumadurinn. Vid heldum samt afram og eltum bara ferdamannastrauminn. Vid komum loks ad Pagodunni og urdum fyrir vonbrigdum. Thetta var einn, stor og mikill dropasteinn. Vid bidum samt eftir leidsogumanninum og hinum turistunum. Eftir ad hafa bedid tharna i svona half tima eda svo kom leidsogumadurinn i ljos og smatt og smatt sofnudust hinir turistarnir. Tha sagdi leidsogumadurinn okkar fra hvernig Vietnam buarnir litu a hellinn: Thetta var munnur i dreka og stori dropasteinninn var tungan hans. Vid saum stadinn i allt odru ljosi og skildum hvers vegna their litu a thennan stad sem gersem. Thegar vid forum svo tilbaka var vegurinn ekki lengur hall og vid lobbudum af stad - en ekki hradar thvi tha hefdum vid thurft ad bida i svona klukkutima eftir hinum.
Thegar vid komum svo aftur til Hanoi forum vid i thennan gongutur sem eg skrifadi um adan og forum einnig ad sja vatnabrudur. Their sem ekki vita hvad thetta er tha er thetta i grunnatridum sama og venjulegar brudur nema a vatni (hverjum hefdi dottid thad i hug!). Haldid er ad thetta hafi throast a hrisgrjonaokrunum thegar regntimabilid stod yfir en i Vietnam til forna var arinu skipt i tvo hluta, Regn og thurrka! Their hofdu sem sagt sma tima til ad duttla vid thetta.
Naesti stadur sem vid forum a var svo onnur pakkaferd og var thad um fallegasta stad Vietnams, Ha Long vik. Eg get haldid thessu fram thvi ad Vietnamar segja thad, utlendingar segja thad, UNESCO segir thad og hermenn ur stridinu segja thad... reyndar skrifudu thad. Eyjarnar og stadurinn sjalfur var mjog fallegur. Thegar vid komum loks inn i helli sem er hvad fraegastur a stadnum tok vid okkur Disney lands filingur. Thar voru bleik, fjolubla og raud ljos sem lystu upp stadinn. Ruslatunnur voru gerdar thannig ad thaer litu ut fyrir ad vera hofrungar eda morgaesir. Graffiti (fra hermonnunum) voru skreytingarnar a veggjunum. Eina sem virkilega vantadi var nokkur velvalinn Disney log og vid vorum komnir i Disney land. Badir dagarnir sem vid voru tharna var vikinn hulin thoku. Vid saum samt eitthvad af vikinni og var thetta mjog fin ferd. Thegar vid komum svo til baka var eina sem vid thurftum ad gera ad kaupa okkur mida til Kina.
Morguninn eftir voknudum vid og drifum okkur af stad i rutu sem tok okkur til Kina. Vid stoppudum vid landamaerin og thar hennti okumadurinn okkur ut. Af stad forum vid til landamaeraeftirlitsins og bidum eftir ad komast ad. Thegar kom ad thvi ad skoda passann trudi eftirlitsmadurinn ekki ad Oli vaeri Oli. Hann sa ekki hvernig madurinn a myndinni (sidhaerdur, oskeggjadur, brosandi) gaeti verid madurinn fyrir framan hann (stuttklipptur, skeggjadur, onugur) en ad lokum hleypti hann okkur afram. Vid heldum ad vid vaerum tha bunir med landamaerin en kom tha i ljos ad thetta var adeins tekkid fyrir Vietnam. Nu kom svo ad theim kinversku. Their badu okkur um ad fylla ut skemmtileg blod a bord vid: Hvad veist thu um AIDS og SARS, ertu orugglega ekki smitadur? Vid fylltum thetta ut asamt venjulegum midum sem tharf aevinlega ad fylla ut. Tha forum vid ad eftirlitsmonnunum og thar labbadi Oli og Jan i gegn. Thegar kom ad mer litu their a passann og stoppudu thar. Island? Er thad til? Eg helt ad thad vaeri bara godsogn. Their toku passann i burtu og bidu mig um ad bida orskotsstund medan their nadu i ATLAS og mundu finna Island einhvers stadar. Eftir um fjortiu min. voru their bunir ad stadfesta ad thad vaeri ju til land sem heti Island og ju thad byggi folk thar. Their afsokudu sig og leyfdu mer ad halda leidar minnar. Vid komum ut og a moti okkur tok udi og drulla. Vid drosludum farangri okkar ad naesta leigubil og komum okkur i naesta bae sem hafdi lestarstod. thegar vid komum i baeinn kom eitt i ljos mjog snemma: Enginn skildi ord i ensku. Thad vildi samt svo til ad eg hafdi sed fyrir thessu og keypt eina frasabok a mandarisku og reyndi ad thylja upp ur henni. Thad kom snemma i ljos ad thad virkadi ekki heldur en thad var lika allt i lagi, thetta stod lika med kinversku letri. Vid forum thvi ad sina folki bokina alls stadar og eftir stutta stund vorum vid bunir ad fara i banka til ad taka ut pening og einnig komnir med lestarmida i naestu littlu storborgina (skitnar 1,3 milljonir). I lestinni kom bokin ser aftur ad godum notum, einn kinverjinn tok sig til og tok bokina i hond og for ad nikka i mig og bidja mig um ad thylja upp hvad stod i henni - a ensku. Eftir nokkra klukkutima af thessu let hann mig fa bokina aftur og for ad sofa. Vid komum svo ad borginni loks og fengum okkur herbergi.
Nakvaemlega nuna erum vid svo a netinu og skrifum fyrir ykkur.
Thar til naest,

2 Comments:

  • Gaman að sjá að mandarín-bókin kemur að gagni á kantónsku svæði.

    Munið að senda póstkort. Góða skemmtun í Kína.

    By Blogger Eiður, at 6:02 AM  

  • Það er samsærislykt í loftinu. Ætli þessi vöntun á upplýsingum um Ísland sé ekki tengt því að þeir telja að Zheng He hafi fundið Ameríku fyrst og því er vitneskjan um ferð Leif heppna 500 árum fyrr og allt sem tengist því haldið til baka.

    By Blogger Fláráður, at 3:53 AM  

Post a Comment

<< Home