ferdalag

Thursday, May 12, 2005

og Kina-aevintyrid heldur afram.

Xi'an. Ein elsta hofudborg Kina. Otrulega mikil saga og hellingur ad sja, og vid erum thar nuna.
Thetta byrjadi allt med sogulegri lestarferd. Vid fengum allir thessi frabaeru rum sem voru meira ad segja nogu stor fyrir okkur. Thad gerist ekki oft og vorum vid thvi mjog thakklatir. Han Jan var buinn ad vera veikur i 3 daga, gat ekki bordad neitt og illa haldinn. Hann hafdi farid til laeknis eftir thad og fekk einhverjar toflur og lyf. Eftir langa fjarveru fra mat og ekkert rosalega bjarta imynd af kinverskum mat bad hann um einn mat ofar ollum: McDonalds. Thegar eini maturinn sem madur treystir er McDonalds tha er heimurinn ad fara til fjandans. En thetta var svo sem allt i lagi og vid heldum af stad i thessa sogulegu lestarferd.
Vid fundum fljott ut ad vid vorum ekki i sama bas. Einnig fundum vid ut ad hann Jan var einn i bas med helling af Kinverjum. Thad skipti hins vegar engu mali thvi fljotlega vard hann Jan hrokur alls fagnadar og eignadist strax vini a stadnum. Hann var i haskola og baud okkur gistingu thar - fritt! Jan sagdi okkur fra gleditidindunum strax vid mjog fataeklegar undirtektir af okkar halfu. Oli var sofandi, buinn ad vera med drullu daginn adur og enntha ekki buinn ad na ser medan eg var byrjadur ad vera veikur i maganum lika. Vid komum thvi illa haldnir til Xi'an og vorum anaegdir yfir ad thurfa ekki ad hugsa ut i ad finna hotel.
Thad fyrsta sem eg gerdi var ad eyda meirihluta fyrsta dagsins i thvi ad vera a klosettinu og brydja toflur. Thad gekk bara vel og daginn eftir vorum vid allir nokkud godir. Vid forum og skodudum borgina og litum a hluti sem voru ad minnsta kosti 1300 ara gamalt. Vid urdum mjog gladir lika vid ad finna ut ad thad vaeri til evropskur veitingastadur sem var ekki til i thusundatali alls stadar um heiminn. Gledi for yfir andlit okkar thegar vid pontudum 11 thumlunga pizzu hver. 3 dagurinn i Xi'an var svo notadur i ad skoda enn fleirri merkilega hluti, thar efst a bladi safn sem innihelt sogu svaedisins sem ma rekja til Homo Erectus, ef mig minnir rett. Ad minnsta kosti byrjadi safnid um 1.150.000 B.C. Eg held ad thetta se i fyrsta sinn sem Kinverjarnir hugsudu lika: "Va, thetta er gamalt." Vid lobbudum sidan i gegnum safnid sem innihelt minjar fra thessu timabili til okkar dags. Eitt af thvi faa sem var skrifad a ensku vid alla gripina var arid. Eftir ad hafa lesid thad fyrir kurteisis sakir allt ad arinu 220 eftir krist tha haettum vid thvi og lobbudum hratt framhja. Mjog ahugavert samt sem adur. Naest forum vid i gard sem var gerdur i stil fra gullold Kina, um 600-900 eftir Krist. Hann kalladist Tang Paradisin og var thad mjog ahugavert.
I gaer var svo fjordi dagurinn okkar og vid forum ad skoda thad allra merkilegasta i thessari borg: Leirdatarnir. Ef thid vitid ekki hvad thetta er tha er thetta nu talid vera 8. undur veraldar. Thad fannst arid 1974 af bonda sem var ad grafa brunn. Hann fann thar heilann her af leirdatum sem voru bunir til ad verja grof fyrsta keisara Kina, Qin. Their sem ekki vita hver hann er tha er hann keisarinn sem er ad tala vid Jet Li i Hero. Hann nadi ad sameina Kina fyrstur manna og gerdi fyrsta almenna letrid. Hann var lika mjog brjaladur einraedisherra sem afhausadi folk i hronnum og helt fyrstu bokabrennuna. Thvi finnst mer mjog hentugt ad minnast a ad thetta var fyrirmynd hans Mao Zedong. Thar sem leirkarlarnir voru fundum vid lika thad sem vid teljum vera himnasendingu, hid skinandi ljos vestraennar menningar: Vestraent klosett. Ef ykkur finnst leidinlegt ad vera med drullu imyndid ykkur ad vera med drullu thar sem klosettid er i grunnatridum hola i jordinni. Ef thid viljid gera tilraunir tha eru her nokkrar leidbeiningar: 1. grafid holu i gardinum ykkar (getur verid annars stadar t.d. inni i husinu, maeli samt ekki med thvi) 2. bordid bunch af chilli, 3. notid gatid i stadinn fyrir klosettid. Tha faid thid ad kynnast thvi hvernig thad er ad ferdast um Kina, odyrt.
I dag forum vid a safn sem var gamalt bokasafn. Thad er kallad "Steinskogurinn" a islensku, eitthvad rosalega flott a kinversku. Thad var sem sagt fullt af steinsulum sem var buid ad skrifa a mikilvaegar upplysingar og baekur. T.d. var thar nokkrir viskumolar hans Konfusiusar og adferdir til ad laekna magaverki (svo virdist vera ad kinverjar hofdu lent i svipudum vandamalum og vid, hverjum hefdi dottid thad i hug?). Vid fundum sidan ut ad thad var lika haegt ad fa afrit af thessu med skemmtilegri taekni. Vid fundum ut jafn fljott ad thad var ekki haegt ad fa afrit af magamedalinu ne thydingu a thvi. Sidan hofum verid her ad segja fra thvi ad vid erum ekki daudir ne i fangelsi eda e-d i tha attina. Nuna hef eg lika tekist ad eydileggja allt sem Jan var ad skrifa. Hann er EKKI anaegdur, eins og vid ma buast.
Ja, tha er thad komid.

P.S. vid tokum lika thatt i thvi sem their kalla enska hornid i haskolanum. Vid svorudum thar spurningum um allan fjandann og vorum mjog vinsaelir medal nemendanna sem olmir vildu aefa sina takmorkudu ensku. Mjog gaman.

Ja, segjum thad tha, tha er thetta allt komid...

1 Comments:

  • Gerði holu í garðinum, át chillí og notaði holuna. Fannst frekar kalt og allt of mikið af fólki stoppaði til að glápa. Er það fílíngurinn í Kína? Kalt og fullt af fólki að glápa?

    By Blogger Fláráður, at 3:48 AM  

Post a Comment

<< Home