ferdalag

Thursday, March 24, 2005

Seinustu dagarnir i Taelandi

Hvad er langt sidan? Ekki nogu langt held eg... en samt skrifa eg fyrir ykkur, yndin min.
Eg er nuna i Grung Thep (betur thekkt sem Bangkok) og bid spenntur eftir thvi ad komast til Vietnams. Thetta er ordid nog af Taelandi. Eg tharf ekki ad vera lengi herna til ad fa thad sem eg vil fra thessu landi.
Vid erum bunir ad vera a Koh Tao seinustu daga og hefur thad verid mjog fint. Vid hengum a strondinni, kynntumst utlendingum, horfdum a myndir, bordudum, forum ad synda, bjuggum til sandkastala (Taj Mahal) og dadumst af meistarstykki okkar. Einnig saum vid hvalbein af einhverjum dverg-hvolunum. Allt i allt get eg sagt ad thetta var mjog fint. Thad sem vantar inn i thetta er sandurinn. Sandurinn er helviti. Eg verd ad segja med miklum sannfaeringakrafti ad sandur er helviti. Hann er alls stadar, nuddast i hudina alls stadar og rifur upp hudina og er i raun bara leidindi. Eg byd eftir thvi ad komast i burtu fra ollum slikum strondum.
A leidinni til Koh Tao kynntumst vid thessum finu naungum, Teun og Jonas fra Hollandi. Vid eyddum mest ollum tima okkar med theim og var thad mjog fint. Their mundu eftir spilunum i hvert sinn sem vid hittum tha og their spiludu med okkur. Eg held ad eg geti sagt ad eg sakni theirra... neh, Hollendingar, hvad er ad mer? Hver getur saknad theirra!
Eg fekk rosalegan magaverk thegar eg kom hingad til Bangkok. Thad fyrsta sem eg gerdi thegar eg kom af lestinni var ad fara a spitala. Thad tharf hins vegar ekkert ad hafa ahyggjur af thessu, eg er enntha lifandi og er eiginlega bara buinn ad na mer. Nuna erum vid allir bunir ad fara einu sinni til laeknis, svo markmidi okkar hefur verid nad...
Nuna eru Oli og Jan a leidinni a ogedlsegasta stad Bangkoks, Patpong. Their sem ekki vita hvada stadur thetta er tha er thetta hid fraega horuhverfi Bangkoks. Eg hef sjalfur aldrei farid og hef aldrei haft neinn ahuga a thvi en thad virdist svo vera ad allir turistar sem koma hingad thykja thad vera must ad fara thangad. Sjaum til hvernig Jan og Ola finnst...
Annars er thad ekkert meira i rauninni.
Kved ad sinni,

1 Comments:

  • Hæ Kristinn Ágúst.
    Hvað segirðu, hvað ertu búinn að fara oft á spítala í Tælandi vegna magavandamála núna? Ég get glatt þig með því að segja þér að ég var líka með leiðinda magapest í nokkra daga þannig að það þarf ekki að ferðast um hálfan hnöttinn til að fá næla sér í þannig lagað.

    By Blogger Fláráður, at 6:01 AM  

Post a Comment

<< Home