ferdalag

Friday, March 11, 2005

Taeland med Sursaetri sosu

Va, hef eg sogu ad segja nuna. Seinast thegar eg skrifadi vorum vid i Ayutthaya. Vid vorum i sma vafa um hvort vid aettum ad fara til Nam dok Tirosu (Um Phang) eda fara til Sukhothai. Hvad sem thvi vardar tha forum vid a endanum til Um Phang.
Vid komum til litils thorps a landamaerum Thailands og Burma sem heitir Mae Sod frekar seint um daginn. Thadan aetludum vid ad taka litinn straeto upp til Um Phang. Thad tekur u.th.b. 4 tima um veg sem kraekir sig eftir hlidum fjallanna tharna. Seinna fann eg ut ad vegurinn var thannig byggdur ad enginn tre voru felld, th.e.a.s. MIKID af krokum a leidinni. Vid tokum thessa finu rutu fyrst og logdum af stad med nokkrum burmisku landamaerafolki. Eftir sma tima kom hins vegar i ljos ad madurinn treysti ser ekki ad fara med thad folk thvi thad var ekki med passa. Thad kom tha ad thvi ad annar okumadur kom og vid forum med honum. Thad fyrsta sem vid tokum eftir vid hann var thessi skemmtilegi neon bleiki hattur sem hann hafdi. Thad naesta sem vid tokum eftir var viski flaskan sem hann helt i hinni hendinni, rett ny opnud. Vid settumst upp i hja honum samt, frekar smeikir. Eftir tveggja tima akstur eda svo foru Burmabuarnir ut og okumadurinn okkar lidkadi sig einnig. Hann helt tha a tomri viski flosku. Komnir halfa leidina nu thegar og engin gistihus i nagreninnu var ekkert annad ad gera nema ad fara af stad. Thegar her er komid vid sogu var hitinn um 13 stig sem er skitakuldi tharna. Vid skulfum baedi ur kulda og hraedslu thegar okumadurinn keyrdi a 50-80 km hrada i gegnum beygjur sem voru u.th.b. 45-180 gradur. Eftir sma tima vorum vid hins vegar ordnir rolegir aftur... Oli og Jan a eg vid. Eg sa ad hann eyddi meiri tima a haegri akreininni en their sem ekki vita til tha er vinstri umferd herna. Oli var farinn ad sofa og Jan var skaelbrosandi a medan eg reyndi ad einbeita mer ad einhverju odru en aksturslagi mannsins. Thad var tha sem vid heyrdum havaert hljod og billinn for ad haegja a ser. Vid stukkum ut ur bilnum, skelkadir og litum a hvad var ad. Kom tha i ljos ad annad afturdekkid hafdi losnad undir bilnum! Bilstjorinn setti upp einn storkostlegasta undrunarsvip veraldarsogunnar og vard edru a sekundunni. Jan thurfti ad fara afsidis og reyndi hvad hann gat ad kaefa hlaturinn. Oli, half sofandi enntha setti upp sma fylusvip yfir ad geta ekki farid aftur af stad svo hann gaeti sofid meira. Eg reyndi hvad eg gat ad synast ahyggjufullur. Eftir sma vangaveltur vorum vid bunir ad fullvissa okkur um ad ekki vaeri haegt ad gera vid bilinn. Eg retti manninum vasaljos til ad hann gaeti metid skemmdirnar. Thad var tha ad pick-up bill kom og baud okkur far sem vid thadum, gladir i bragdi. Vid borgudum manninum fyrir farid og skelltum okkur upp i pick-uppinn. Hann var fullur af einhverju drasli thannig ad vid thurftum hvad vid gatum ad halda okkur i reipi sem hafdi verid bundid yfir hann svo allt faeri ekki af stad. Halfir a bilnum, halfir fyrir utan og med bakpokanna a herdunum badum vid til guds um ad thad vaeri keyrt haegt og ad vid myndum ekki detta af bilnum i beygjunum. Kuldinn var nuna ordinn mun meiri og auk thess mikill blastur og ekkert til ad verja okkur fyrir honum. Eftir langa og kalda okuferd komum vid skjalfandi, svangir og threyttir a eitt af gistihusunum. Thessi ferd hafdi nu tekid 6 tima og klukkan um midnaetti. Vid hofdum verid ad flyta okkur svo vid hofdum ekki bordad neinn kvoldmat. Reyndar eftir thennan russibana sem their kalla veg vorum vid ekkert rosalega svangir, eiginlega thvert i moti. En nu thegar vid vorum komnir vorum vid ordnir glorhungradir. Vid gratbadum eigandan ad gefa okkur eitthvad smaraedi og viti menn, hann kom med thessa thrjar storu hrisgrjonaskalar med ponnusteiktu graenmeti og 3 vatnsfloskur ad auki. Vid thokkudum honum kaerlega fyrir. Vid redumst a matinn og bordudum eins og ekkert i heiminum hefdi smakkast jafn vel og thetta. Eftir thad stakk hann upp a ad hann fengi vin sinn til ad syna okkur fossinn daginn eftir (Nam dok Tirosu). Vid thokkudum enn meira fyrir okkur og forum gladir i hattinn.
Daginn eftir, rett um atta, forum vid a faetur og toludum vid karlinn. Thad tok hann ekki langan tima ad finna sma ferd fyrir okkur a vidradanlegu verdi. Vid tokum saman dotid okkar og forum med honum og fengum okkur morgunmat. Um hadegi logdum vid af stad til fossins a toffaerujeppa, Toyota Pick-upp 4wd. Eftir miklar toffaerur komumst vid til fossins. Vid settum upp tjold og reyndum hvad vid gatum ad halda flugunum i burtu. Geitungarnir voru mjog hrifnir af okkur og litu a okkur sem hinar finustu saltnamur. Hann Tom, karlinn sem var med okkur, var helviti skemmtilegur og sagdi sogur um allt a milli himins og jardar. Eftir ad hafa sed fossinn kom svo ad thvi ad fa ser sundsprett. Thar sem Jan var enn meiddur a faetinum treysti hann ser ekki ad fara i vatnid en eg og Oli tokum okkur til og tokum sma sundsprett. Eg held ad hitastigid hafi verid um 20 gradur. Eftir ad hafa oskrad i nokkrar minutur tokum vid nokkur sundtok. Sidan benti Tom okkur a ad thad vaeri haegt ad stokkva nidur i thennan kuldapott. Vid litum upp a thennan natturulega stokkpall. Thetta var sma silla sem fossinn tritladi nidur. Hann var i svona 6 metra haed ad eg held. Eg og Oli litum a thetta og saum strax ad thetta vaeri ekkert mal og audvitad thyrftum vid ad stokkva. Vid komum upp og lobbudum ad brunni. Vid litum nidur. Vid skulfum nuna meira af hraedslu vid ad stokkva en kuldanum. Eg tok ad mer ad fara fyrst. Eftir ad hafa haett vid svona 5 sinnum stokk eg nidur... eftir ad hafa frosnad um leid og eg snerti vatnid aftur fyrir nedan synti eg hvad eg gat, anaegdur yfir ad vera a lifi. Eg horfdi tha upp til Ola og sagdi honum ad drifa sig ad thessu, hvers konar vaeskill hann vaeri. Eftir ad Oli hafdi haett vid 10 sinnum stokk hann nidur. Thegar hann kom upp ur sa eg hatur lysa ur augum hans sem beindu ser adeins ad mer. Vid komum loks um kvoldid og Oli kvartadi yfir sarsauka i eyranu. Hann for snemma ad sofa med verkjatoflu. A medan voktum vid Jan lengi fram eftir og toludum vid hann Tom. Hann sagdi okkur fra ymsu sem hann hafdi lent i og kenndi okkur ad grilla jardkongulaer.
Daginn eftir var Oli buinn ad na ser og var ordinn nanast godur sem nyr. Vid fengum okkur morgunmat og heldum ad fossinum i annad skiptid. Ad sogn Tom var fossinn mun fallegri a morgnanna. Vid komum loks ad honum og saum hann i allri sinni dyrd, adeins vatnsmeiri nuna. Vid tokum myndir og eg for ad eltast vid fidrildi, eitthvad sem hefur ordid ad avana fra Indlandi. Svo spurdi hann okkur hvort vid vaerum til i sma fjallaklifur. Eg og Oli lystum yfir ad thad vaeri ekkert mal fyrir okkur en Jan thyrfti ad rada. Hann vildi lika fara svo vid forum. Eftir sma tima i thessu fjallaklifri vorum vid Oli lengst a eftir Tom og Jan og vid forum ad paela i thvi hvort ad vid aettum ekki ad fara ad hafa ahyggjur af thvi hvort VID gaetum gert thessa hluti. Tom a sanddolum og Jan Med sar a faetinum klifrudu klettana eins og fjallageitur a medan eg og Oli thurftum helst hjalp vid hvert skref. Eg og Oli duttum nanast daudir nidur thegar a endan kom en Jan var brosandi og beid eftir thvi ad fara aftur nidur.
Okkur til mikillrar anaegju komumst vid svo nidur og forum ad leggja af stad heim. Fyrir sma pening baudst Tom til ad keyra okkur svo til Sukhothai og vid thadum thad med thokkum. A leidinni var eg mest allan timan i framsaetinu og taladi vid hann um allt, fra Big Bang til tonlistar, fra tilgangi lifsins til ferdarinnar okkar. Hann benti okkur a goda stadi a sudur Taelandi. Loks thegar vid thurftum ad segja bless vid hann var thad frekar leidinlegt og verd eg ad segja ad thetta er an efa skemmtilegasti naungi sem eg hef kynnst i thessari ferd.
I Sukhothai tokum vid thvi rolega og ad morgni thess 10. forum vid og skodudum rustir. Eftir heitan og langan dag um rustir heldum vid svo heim a hotelid. Thegar klukkann var svona um 7 heldum vid ut a lifid enda var thetta afmaelisdagurinn minn. Vid bordudum kvoldmat a finum taelenskum stad og forum svo a leit af einhverjum skemmtistad. Vid fundum loks nokkra Taelendinga sem kom i ljos voru a okkar aldri og their foru med okkur a thennan frabaera stad, adal skemmtistad baejarins. Vid budum theim upp a nokkra bjora og hlustudum a live tonlist sem sungu medal annars afmaelissonginn fyrir mig og eitt af taelenskum logunum sem eg hafdi hlustad a thegar eg bjo herna. Med bros a vor forum vid svo a vespunum sem Taelendingarnir attu og keyrdum um baeinn sem endadi a hotelinu. Eftir nokkrar myndatokur forum vid svo i hattinn. Thetta er an efa lika eitt skemmtilegasta kvold sem eg hef nokkurn timann upplifad i Taelandi.
Daginn eftir tokum vid saman dotid okkar og heldum til Chiang Mai. Vid erum thar nuna og gengur allt vel. Thannig nuna kved eg og vona eg ad ollum lidi vel.
Bless ad sinni.

3 Comments:

  • Góð saga! Og til hamingju með afmælið Kiddi og Úffe!!! Hvenær á Jan svo afmæli ?

    By Blogger Atli Sig, at 6:57 AM  

  • Sælir mikið skemmtið þid ykkur vel, og haldid þvi afram

    Olafur bloggaðu meira!

    Til hamingu Kristinn
    "Hann a ammæli i Tælandi, hann a ammæli i Tælandi ..."

    Skemmtid ykkur endilega meira.

    Kv. Höskuldur i kuldanum

    By Anonymous Anonymous, at 1:57 PM  

  • Bara að láta ykkur vita að ég er lifandi og reyni að fygljast með gangi mála. Ætlaði að senda kveðju á afmælinu en eins og allir vita þá vinn ég í Circus Hades þar sem eðlilegt félagslíf er litið illum augum. Til hamingju með afmælið drengir! Skemmtið ykkur vel! Það verður gaman að fá ykkur heim!

    By Anonymous Anonymous, at 1:34 PM  

Post a Comment

<< Home