ferdalag

Saturday, March 05, 2005

Komnir heilu og holdnu til Taelands

I'm back baby!!! Kominn aftur i til fyrirheitnalandsins, full af yndisthokka, aevintyrum, upplifunum sem eg hef att adur og skemmtunum. Pud pasa thai dai duai. Snilld. Eg er nuna umkringdur littlum skolakrokkum a aldrinum 11-13 sem leika ser ad drepa folk i tolvuleikjum.
Vid vorum komnir til Gocchin seinast thegar vid sendum fra okkur eitthvad thess virdi ad lesa. Vid tokum thadan lest til Goa. Vid hofdum ekki hugmynd um hvert vid aetludum og endudum a thvi ad fara til strandarinnar sem var naest. Thegar a stadinn var komid kom i ljos ad thetta var romantiskasti stadurinn i Goa og adeins haegt ad fa tveggjamanna kofa. Vid letum thad ekki aftra okkur og fengum okkur tvo kofa thar sem Oli fekk einstaklingskofann thar sem hann atti afmaeli. Thad thydir ad eg og Jan vorum saman i kofa og vorum mjog romantiskir. Vid skemmtum okkur konunglega, laum a strondinni, forum i sjoinn og lobbudum fra strondinni sem vid vorum a yfir a tha sem var i nagreninu, adal party strandarinnar. Thar hittum vid ahugavert folk sem voru hardir fylgjendur hippatimans og vildu helst vera tharna ad eilifu i dop moki. Her tekur ad nefna lika hina sigildu sogu um hvernig thad var ad ferdast a milli stada thvi i thetta skiptid tokum vid almennings rutu, fulla af Bollywood tonlist, fjorugum og heiftarlegum umraedum heimamanna og svo ogleymdum trodningi. Oli, sem var i fyrra skiptid sa eini sem fekk i raun aldrei saeti, thurfti ad geyma tosku sina i holfi fyrir ofan saetin nema hvad ad thessi holf toku vid svona tvofalt minni toskum. Med miklum trodningi tokst honum loks ad koma toskunni upp og saetti sig vid thad. Nema hvad, thegar hann loks fekk svo saeti tha hugsadi hann ekkert frekar ut i toskuna sina fyrr en hun kom fljugandi nidur ur holfinu eftir eina af krappari beygjunum og lenti hun a hofudid a einum heimamanna. Sa madur var longu sofnadur og virtist ekkert kippa ser vid thott ad ein og ein taska lenti a hofdinu hans, rumskadi sma og helt svo afram ad sofa.
Thegar vid komum svo aftur til baka, endurnaerdir ur Goa kom ad naestu skemmtilegu ferdaleid sem var tolf tima ferd fra Goa til Mumbai. Their sem geta litid a kort heima hja ser sest ad thad er engin rosaleg vegalengd sem skilur thessa tvo stadi ad en af einhverri astaedu eru samgongur alveg med olikindum tharna. Vid hofdum pantad lestarmidann okkar thegar vid hofdum komid til Goa og vorum latnir a bidlista. Vid vorum fyrst ad hugsa um ad fara med straeto en thegar vid heyrdum ad thad taeki 17 tima (thetta er vist lelegasti vegur i ollu Indlandi) tha skiptum vid um skodun og vonudum heitast ad einhver af lestarmidunum myndu falla okkur i skaut. Vid komumst en tho adeins rett svo thar sem tveir midar okkar voru i somu saetum. Thetta var naeturlest. Thad kom samt seinna i ljos i lestinni ad vid fengum svefnplass thegar ad thvi kaemi.
Thegar komid var til Mumbai var klukkan rett um 6:00. Half sofandi eftir erfida lestarferd rulludum vid okkur ur lestinni i von um ad geta fengid herbergi fyrir thrja. Eftir thessa lestarferd hofdu Oli og Jan af einhverri astaedu ekki nytt ser klosettadstaedur (holur i lestum sem hristast a fullu gerir thad ad verkum ad thad er ekkert rosalega adladandi) og vildu helst vita lika hvort einhver klosett vaeru a stadnum... Vestraen, audvitad. Vid hringdum i eitt hotel og spurdum og fengum ad vita ad thad yrdi laust seinna um daginn. Vid forum thangad og komum ad hoteleigandanum half sofandi, frekar fulum yfir ad thurfa ad hleypa okkur inn. Vid badum um ad koma inn og fengum thad. Vid badum um ad geta fengid ad geyma toskurnar tharna og var thad einnig veitt. Loks hljop Jan inn a klosett og a medan bidum vid fyrir utan. Eftir 20 min. eda svo og Jan ekki enn kominn ut forum vid ad orvaenta. Serstaklega Oli. Hann var buinn med halft marathon fyrir framan klosetthurdina. Thad kom svo ad thvi ad einhver konan sem vann a stadnum skammadi thann sem hafdi tekid a moti okkur yfir ad hafa ekki synt okkur ad hinu klosettinu og von bradar for Oli einnig a klosett. I thvi kom Jan ut og vid bidum tha saman eftir honum Ola. Vid forum tha ad rolta um hverfid sem vid vorum i, adal bakpokaferdalanga stadinn. Vid fengum okkur sma ad borda. Ad lokum fengum vid okkur saeti vid India Gate. Fyrir tha sem ekki vita tha er oft fengnir utlendingar thadan til ad taka thatt i Bollywood myndum. Thar sem vid satum thar forum vid i fyrsta sinn alla ferdina ad retta ur bakinu, taka fram solgleraugun og brosa blitt jafnvel tho allar frumurnar i likamanum vildu helst bara detta ut af og sofna. Vid brostum i tvo tima. Thad sem eftir leid dagsins var okkur illt i munninum. Vid akvadum tha ad gera eitthvad betra med timann. Vid forum aftur a hotelid thvi ad Jan og Oli thurftu ad fara a klosettid. Thegar vid komum thangad vorum vid ordnir fulir a thvi ad bida og vildum bara koma okkur i burtu. Thegar hoteleigendurnir komust ad thvi urdu their reidir yfir thvi ad hafa thurft ad geyma bakpokana okkar. Their heimtudu pening fyrir thad. Vid heimtudum herbergi a stundinni annars faerum vid a brott. Their syndu okkur tha herbergi sem var mjog fint og vid tokum thvi, fegnir ad geta lagst nidur og lokad sma augunum og geta haft otakmarkadan adgang ad klosetti.
Eftir ad hafa slappad af forum vid ut ur herberginu og roltum um i nagreninu. A moti okkur tok fyrsta borgin sem vid saum eitthvad sem var algjorlega nytt a Indlandi. Thad var hreint a sumum stodum. Jafnvel annar litur en ljosbrunn litur ryksins sem umvaf flest annad. Vid stordum i kringum okkur, half skelkadir og med vott af addaun. Eftir ad hafa labbad i kringum svaedid saum vid draumastad ferdalanga a bord vid mig og Ola: notadar og nyjar baekur sem teygdi sig ut fjorar samliggjandi gotur. Thad var allt til. Klassiskar, reyfarar, romantiskar, spennusogur, tryllarar, drama, bull og svo fraedandi. Allt. Thad tok okkur ad eg held 4 tima ad fara framhja. Vid keyptum lika fjorar baekur, jafnvel tho ad vid hefdum lofad sjalfum okkur ad kaupa ekki fleirri. Loks fengum vid okkur hadegismat. Fyrr um daginn hafdi Oli haft samband vid eina konu sem hann thekkir thar i Mumbai og heitir hun Asta. Vid spurdum hvort vid gaetum ekki komid. Sem Islendingur gat hun varla neitad og baud okkur til okkar. Eftir ad hafa med erfidleikum fundid stadinn (stadurinn er a veg sem heitir thvi frumlega nafni Zig Zag Road og ber nafn med rentu) komum vid til hennar og forum ut ad borda med henni asamt samstarfsfelogum. Vid forum a adal trend stadinn og bordudum mat sem kostadi u.th.b. 2 sinnum meira en thad sem vid vorum vanir. Vid urdum mjog haegverskir og pontudum eitt thad odyrasta sem var a matsedlinum asamt glas af vatni. Thegar kom svo ad thvi ad borga fyrir reikningin tha borgadi einn af felogum Astu. Vid thokkudum fyrir okkur og bolvudum okkur i leyni yfir thvi ad hafa ekki fengid eitthvad annad. Eftir thad forum vid a einn af nyjustu skemmtistodunum sem het thvi skemmtilega nafni Bed. Auglysingar fyrir thennan bar voru oftast mynd af strak og stelpu thar sem strakurinn spurdi hana: Do you want to go to Bed with me? Vid thrir, ekki ovanir sliku, drifum okkur saman i eitt rumid og pontudum bjor. Eftir fyrsta drykkinn vorum vid tilbunir ad fara heim en tha kom i ljos ad sa sem hafdi bodid okkur upp a matinn aetladi ad bjoda upp a allt einnig tharna! Vid budum tha um einn annan drykk sem hefdi latid okkur fara a hausinn og gengum svo ut, gladir i bragdi. Daginn eftir vorum vid ekki alveg jafn gladir. Thar sem vid hofdum vakad lengi tha nottina vorum vid frekar threyttir. Auk thess var Jan kalt um nottina og slokkti a viftunni... Eg skil ekki alveg hvers vegna en af einhverri astaedu tha finnst mer frekar furdulegt ad honum var kalt thegar hitinn var um 20 stig. Eg drakk 2 litra af vatni tha nottina.
Seinasta daginn tokum vid saman foggur okkar drifum okkur ur hotelinu, beint a leidinni til vinafolks Ola. Vid komum thar inn eftir jafn strembna ferd med leigubil (af einhverri astaedu vita fair af thessari 1 km langa veg i Mumbai sem hysir u.th.b. 20 milljonir eda meira(er thad ekki Eidur?). Vid hengum thar thad sem eftir var dagsins i gervivind og gerviloftslagi okkur og tho mer serstaklega til mikillrar anaegju. Vid horfdum a teiknimyndir. Ad lokum akvadum vid ad gera eitthvad gafulegt en thad tokst ekki, afraksturinn af thvi er haegt ad sja i greininni Jacobsson her a undan. Thegar komid var af kvedjustund drifu Islendingarnir ad henda okkur ut sem hofdu ekki gert annad en ad idka sjonvarpsglap. Leidin til Flugvallarins var i fyrsta sinn sem vid fengum leigubilstjora sem gat ekki sagt eitt einasta ord a ensku. Hann reyndi ad plata okkur i stadinn a Hindi. Thad tok styttri tima a ensku en honum tokst thad ad lokum. Hann fekk okkur til ad fara adra styttri leid, vissulega var hun thad en var dyrari fyrir vikid. Vid vorum samt anaegdir.
Vid flugum med naeturflugi til Taelands. Flugid tok 3 og halfan tima. Vid svafum ekkert rosalega mikid thann tima og komum eldsnemma til Taelands. Af okkur thremur tha var eg af einhverri astaedu eini sem brosti ut ad eyrum og hljop upp ad naesta Taelendingi og reyndi ad tala vid hann. Mer til mikillrar anaegju skildi hann mig og sagdi likt og allir Taelendingar sem lenda i thvi ad heyra utlending tala taelensku: Puud pasaa thai geng, eda: Thu getur talad taelensku vel. Eftir sma tima tha tokum vid leigubil nidur a ferdamannamekku Bangkoks og fundum fint hotel. Eftir sma sijesta forum vid ut aftur og skodudum Soi Kawsan. Vid hittum vist a mjog hentugan dag eda ollu heldur viku thvi thessi vika sem er ad lida nuna er Budda vika. Vid fengum ad fara inn i hof sem oftast eru bonnud turistum og skodudum okkur um. Vid akvadum ad fara svo til Ayutthaya sem er ein af gomlu hofudborgum Taelands og erum vid nu thar og erum bunir ad skoda thad helsta. Vid klarudum thad a no time og nuna erum vid i rolegheitum med heilan dag til ad labba um.
Thad er komid nog ad sinni, takk fyrir ad nenna ad lesa thessa romsu.

1 Comments:

  • Þetta var hressandi lestur. Keep ´em stories coming.

    By Blogger Atli Sig, at 2:23 PM  

Post a Comment

<< Home