ferdalag

Friday, February 18, 2005

Thar sem enginn annar skrifar...

Ja, sem sagt vid erum bunir ad vera i vellistingum her i Trivandrum, thokk se yndislegri fraenku hans Jans. Hun mun kannski lesa thetta seinna en tha verdum vid ad ollum likindum farnir. Vid hofum komist ad thvi ad vid hofum eytt dalitid miklu, miklu meira af pening i ymsa sma hluti, gerir kannski ekki mikid til en samt pirrandi. Planid er nuna ad fara a sydsta odda Indlands a morgun. Vid komum aftur til baka og eydum einni nott a strondinni herna nalaegt Trivandrum. Thar a eftir tokum vid dotid okkar, thokkum fyrir okkur og komum okkur af stad til Mumbai. Ja, kannski aetti eg ad segja fra hinni frabaeru lestarferd.
Ef einhver hefur farid i lest i Evropu tha getid thid fengid mjog goda mynd af thvi hvernig thetta er i Indlandi. Thad er nakvaemlega öfugt vid thad sem venjulega er. Frábaert... thad ER haegt ad gera nokkra íslenska stafi á thessu lyklabordi. Anyway, í lestinni eru kojur sem eru med nógu mikid pláss fyrir medal Indverja sem er einhvers stadar a milli 1.67 og 1.75m á haed. Vid erum allir haerri. Vid fórum med svoleidis lest í 60 tíma, u.th.b. Okkur var varad vid ad borda lestarmatinn. Vid bordudum fyrsta daginn ógedslegt braud med sultu sem bragdadist eins og sykur med einhverju óthekktu ávaxtabragdi. Eftir thad urdum vid hunter/gatherers og fórum í veidileidangra til ad ná í mat. Ég tók fyrsta skrefid og bordadi samloku med einhverju kartöflustöppu sem hafdi verid kaffaert í olíu. Thad var himneskt á bragdid, giskid á hvers vegna. Eftir thad rédumst vid á alla thá sem seldu einhvern mat sem virtist vera steiktur eda eldadur nýlega. Thad lidu stundum heilar 3 stoppistödvar á milli. En vid lifdum af. Dagur tvö/thrjú í lest var eyddur á lestarstödinni í Mumbai. 11 tímar takk fyrir. Frá 12 til ellefu naesta morgun. Vid komum of seint til ad gista nokkurs stadar. Thegar vid bókstaflega skridum inn í lestina duttum vid í "yndislegu" kojurnar okkar og sofnudum. Um kvöldid vöknudum vid og fengum okkur hollan og orkuríkan kvöldverd sem vid áttum til: Snakk. Einn pokinn smakkadist eins og tannkrem blandad med chilli. Vid skildum hann eftir. Naesta morgun vöknudum vid eldhressir med eftirvaentingu í hjarta thví loks var ferdin ad taka enda... vid vöknudum svona um 10 svo thad voru adeins 10 tímar eftir. Vid eyddum tíma okkar í thví ad dreyma um ad standa upp og labba lengra en thessa fjóra metra ad klósettinu. Vid löbbudum ekkert annad í hraedslu vid ad thurfa ad halda uppi samraedum. Loks komumst vid heilu og höldnu og tók hún Ingrid vid okkur. Vid grétum. Eitt af thví fyrsta sem vid tókum eftir í Trivandrum var ad hann Óli thurfti bara ad segja nei einu sinni og Rickshaw ökumadur lét okkur í fridi. Vid héldum ad vid vaerum í thaetti af Twilight Zone. Eins og ég hef sagt erum vid svo búnir ad eiga náduga daga hér í Trivandrum.
Vid förum, svo ég haldi áfram, frá ströndinni hér í Trivandrum í rómantíska bátsferd upp fljót og eydum thar nótt á bátnum. Sérherbergi kostadi of mikid thannig thriggja manna herbergid á eftir ad verda mjög thögult... Svo förum vid í Wild Life Reserve og sjáum dýralífid hér um slódir. 3 dögum sídar förum vid á ferdamannaströnd daudans Goa. Thar slökum vid á (Vonandi) og förum svo til Mumbai og skrídum inn í flugvél til Taelands.
Thad hefur oft verid spurt um myndir og thaer munu koma, um leid og vid finnum tölvu med USB tengi. Svo fólk verdur ad býda.
Vid erum nú thegar byrjadir ad sakna heimahaganna, hvar sem their eru og skilum vid kvedju til allra heima. Foreldrar, hafid engar áhyggjur, vid erum lifandi, kannski svona 3-4 kílóum léttari og haltrandi meira eda minna en samt gladir med tilveruna. Their sem vilja meiri saensku verda ad fá thessa tvo ferdafélaga mína til ad skrifa. Jag prådar inta svenska eda hvernig sem madur skrifar thetta.

Kvedja,

2 Comments:

  • Að sjálfsögðu er litið reglulega á síðuna hjá lille brår og félögum á ferðalagi í fjarlægum fjörðum. Skila kveðjunni til uppáhalds frænda.

    By Blogger Fláráður, at 2:17 AM  

  • top [url=http://www.c-online-casino.co.uk/]uk casino online[/url] coincide the latest [url=http://www.casinolasvegass.com/]free casino bonus[/url] autonomous no consign bonus at the leading [url=http://www.baywatchcasino.com/]no lay bonus
    [/url].

    By Anonymous Anonymous, at 6:07 PM  

Post a Comment

<< Home